Sláðu inn leitarorð
Hugrún Margrét Óladóttir
Skynjunarslóðinn
Hér segir frá vinnslu þátttökulistaverks, Skynjunarslóðanum, sem var sett upp á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu að vori til 2018.
Út frá aðferðum starfendarannsókna skoða ég hvernig ég fór að því að setja upp sjálfstætt þátttökulistaverk sem miðaðist útfrá skynjun, og þá sérstaklega hvað varðar skipulagningu, framkvæmd, samskipti við þátttakendur og hvernig ég tókst á við áskoranir- ofangreint er hluti af daglegu starfi kennarans.
Einnig var ég forvitin um áhrif skynörvunar á sköpunargleði og valdeflingu einstaklingsins.
Myndu þátttakendur nýta sér tækifærin sem lágu fyrir þeim til sköpunar? Hvernig liði þeim með sjálfa sig eftir smiðjuna?
Að lokum vildi ég komast að því hvort ég gæti nýtt mér skynörvun innan kennarastarfsins, og hvernig reynslan myndi nýtast mér sem listakonu.

Hugrún Margrét Óladóttir
hugrunmargret [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Dr. Ellen Gunnarsdóttir og Þóranna Björnsdóttir
2018