Hugarflug 13. og 14. febrúar 2020

DAGSKRÁ HUGARFLUGS FRESTAST TIL KL. 12 Á HÁDEGI FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR VEGNA VEÐURS. Uppfærða dagsrá má finna hér.

Hugarflug, árleg ráðstefna Listaháskólans, fer nú fram í níunda sinn og að þessu sinni var kallað eftir erindum er varða viðfangsefnið frásagnir.

Ráðstefnan er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda sköpun og rannsóknir á fræðasviðum lista eða í návígi þeirra til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætlunin er að greiða fyrir möguleikum á samstarfi þvert á ólík svið og plægja akurinn fyrir nýjar tengingar og samræður.

Fjölmargar góðar tillögur bárust ráðstefnunefndinni og okkur þótti sérstaklega ánægjulegt að fá margar góðar tillögur frá lista- og fræðimönnum sem starfa utan Listaháskólans enda er samtal út fyrir háskólann ómissandi þáttur í því starfi sem hér fer fram. 
 
Eins og sjá má í dagskrá ráðstefnunnar þá einkennast málstofurnar af fjölbreyttum sjónarhornum á eðli og erindi frásagna í sögu og samtíma. Meðal umfjöllunarefna eru komur ísbjarna til landsins og saga íslenskrar djasstónlistar, stoðkerfi markaðarins, jafnrétti og fjölbreytileiki á vettvangi háskólastarfsins svo fátt eitt sé nefnt.

 

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Hildur Guðnadóttir og Egill Sæbjörnsson sem hvort um sig hafa vakið mikla athygli fyrir notkun sína á frásagnarmöguleikum listarinnar. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands sem leggur um þessar mundir lokahönd á viðamikla rannsókn á sjónrænum frásagnararfi íslensku þjóðarinnar.

Það er augljóslega af mörgu að taka og við hvetjum gesti til að kynna sér dagskrá vel um leið og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Hugarflug 2020.

Með kærri kveðju ráðstefnunefndar,

 

Marteinn Sindri Jónsson
Formaður nefndar og aðjúnkt í hönnunar- og arkitektúrdeild
Ásgerður G. Gunnarsdóttir
Lektor og fagstjóri í sviðslistadeild
Ingimar Ólafsson Waage
Lektor og fagstjóri í listkennsludeild
Jesper Pedersen
Aðjúnkt í tónlistardeild
Páll Haukur Björnsson
Aðjúnkt í myndlistardeild
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
Verkefnastjóri Hugarflugs

 

 

Ráðstefnan fer fram í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91 fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. febrúar 2020.

 

Skráning er óþörf og öll eru velkomin.

 

 

 

 

LYKILFYRIRLESARAR / KEYNOTE SPEAKERS

Hildur Guðnadóttir

Egill Sæbjörnsson

SÉRSTAKUR GESTUR / SPECIAL GUEST

Guðmundur Oddur Magnússon- Goddur

FLÝTILEIÐIR

Dagskrá / Programme

Útdrættir erinda og innsetninga / Abstracts from presentations and installations

Kort af Laugarnesi / Map of Laugarnes

NÁNARI UPPLÝSINGAR / CONTACT INFO: 

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
olofhugrun [at] lhi.is

Lykilfyrirlesarar / Keynote Speakers

Hildur Guðnadóttir

Egill Sæbjörnsson

Sérstakur gestur / Special Guest

Guðmundur Oddur Magnússon- Goddur

Flýtileiðir

Dagskrá / Programme

Útdrættir erinda og innsetninga / Abstracts from presentations and installations

Kort af Laugarnesi / Map of Laugarnes

Nánari upplýsingar / contact info: 

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
olofhugrun [at] lhi.is