Hugarflug 8. - 9. febrúar 2018

 
Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og var haldin í sjöunda sinn árið 2018. Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður.
 
Hugarflug 2018 snérist fyrst og fremst um hvernig skapa megi vettvang sem sannarlega endurspeglar viðfangsefni starfsfólks og nemenda skólans, en ekki síður þeirra sem starfa á vettvangi lista og hönnunar. Þannig hafði ráðstefnan ekkert þema að þessu sinni og enga yfirskrift. Þess í stað var kapp lagt á að ráðstefnan yrði þverfaglegur vettvangur lista og hönnunar, sem hvatti kennara, nemendur og starfandi listamenn og hönnuði til að deila sínum spurningum, þekkingu og iðkun, og fléttar þau saman við hvort annað.
 
Ráðstefnan fór fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.
 
Ráðstefnunefnd
Alexander Roberts, formaður, sviðslistadeild
Bjarki Bragason, myndlistardeild
Gunndís Ýr Finnbogadóttir, listkennsludeild
Thomas Pausz, hönnunar- og arkitektúrdeild
Þorbjörg Daphne Hall, tónlistardeild
 
Verkefnastjóri Hugarflugs er Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir- olofhugrun [at] lhi.is
 

FLÝTILEIÐIR

 

Nánari upplýsingar / contact info: 

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
olofhugrun [at] lhi.is