email_new-05.png
 
Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og var haldin í sjötta sinn árið 2017. Þema Hugarflugs árið 2017 var "minni". Yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn ræddu minni út frá fjölbreyttum sjónarhornum í 16 málstofum, auk þess sem listræn dagskrá setti sterkan svip á ráðstefnuna. 
 
Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður.
 
Ráðstefnunefnd / Conference Committee: 
Alexander G. Roberts, lektor sviðslistadeild
Berglind María Tómasdóttir, dósent tónlistardeild
Bjarki Bragason, lektor myndlistardeild
Gunndís Ýr Finnbogadóttir, aðjúnkt listkennsludeild
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sviðsstjóri 
Ragnheiður Sigurðard Bjarnarson, MA-nemi
Thomas Pausz, aðjúnkt hönnunar- og arkitektúrdeild
 
Verkefnastjóri Hugarflugs: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
 
Ráðstefnan fór fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.