Námskeiðið er tvíþætt.
 
Annars vegar verður sjónum beint að listasögu fatlaðra listamanna. Fjallað verður um ólíka listamenn, einkenni og áherslur í verkum hvers og eins og lesið í listaverkin jafn óðum.
Eins verður fjallað um fötlunarlist, upphaf hennar og hvernig listin er nýtt til að ögra samfélagslegum hugmyndum um fötlun.
 
Hins vegar vinna ófatlaðir og fatlaðir nemendur/listamenn saman í pörum að sameiginlegri, óvænti lokaútkomu.
Í hverju pari er einn fatlaður listamaður og einn ófatlaður listamaður. Pörin stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri óvæntri lokaútkomu. Gerðar verða allskonar liðleikaæfingar sem ýta undir frelsi í sköpun.
 
Átta þátttakendur verða á námskeiðinu. Fjórir fatlaðir nemendur og fjórir ófatlaðir nemendur.
 
Námskeiðið er hluti af meistaraverkefni Hörpu Björnsdóttur, sjónlistakonu og meistaranema í listkennsludeild LHÍ á vorönn 2021. 
 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
hafa fengið innsýn í sögu fatlaðra listamanna og fötlunarlistar
þekkja muninn á fötlunarlist og listsköpun fatlaðs fólks 
geta nýtt sér mismunandi liðleikaæfingar til að örva flæði hugmynda og frelsi í sköpun með áherslu á leikgleði og að sleppa tökunum á því sem þykir "fullkomið"
geta séð möguleika í samvinnu og samtali í þeim tilgangi að dýpka hugmyndavinnu sína og geta unnið úr þeim með skapandi hætti 
hafa unnið verk í sameiningu/pari og þannig haft áhrif á sköpun hvers annars
 
Námsmat: Símat, þátttaka, verklegar æfingar og einstaklings- og paraverkefni. Staðið/fall með umsögn.
 
Kennari: Harpa Björnsdóttir, meistaranemi í listkennsludeild. 
Umsjón: Ingimar Ó. Waage, fagstjóri í listkennsludeild. 
 
Kennslutungumál: Íslenska.
 
Forkröfur: Stúdentspróf. Starfsbrautarpróf. 
 
Staður og stund: LHÍ Laugarnesi. Stofa: L191/Finnland.
Aðgengi er fyrir notendur hjólastóla.
 
Athugið að gæta þarf vel að persónulegum sóttvörnum í staðnámi í LHÍ.  
 
Kennsludagar: Miðvikudagar og föstudagar frá 15 -17. 2 x 50 mínútna tímar með hléi á milli. 
24. febrúar og 26. feb 
3. og 5. mars 
10. og 12. mars
17. og 19. mars 
24 og 26.mars
 
Tímabil: 24. febrúar - 26. mars 2021.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Verð:  5.000 kr. (án eininga) / 15.000 kr. (með einingum). Verð miðast við að námskeiðið er hluti af lokaverkefni meistaranema, kennt undir leiðsögn fagstjóra í listkennsludeild.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409