Í námskeiðinu verður lögð áhersla á tilraunir, hraða frumgerða smíð, hönnun hluta, verklega vinnu og framkvæmdagleði. Unnið verður með sjálfbærni, siðferði og endurnýtingu að leiðarljósi og mun val á efnivið endurspegla þær áherslur. Umbreyting á efnum verður upphafin í bland við framleiðslutækni og áhersla lögð á að nemendur kynnist grunnþáttum hönnunarhugsunar.
Nemendur fá innsýn og handleiðslu í gegnum algenga ferla í tengslum við vöruhönnun, allt frá hugmyndavinnu, fyrstu skrefa hönnunarvinnu, hlutgervingu hugmynda og framsetningu og miðlun á verkefnum. 
 
Námsmat: Lagt verður mat á vinnu í tímum og lögð verður áhersla á að læra af ferli verkefnisins fremur en endanlega útkomu.
 
Fyrir hverja er námskeiðið: námskeiðisins er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 – 22 ára sem langar að kynnast vöruhönnun. Námskeiðið er kynning á háskólanámi í vöruhönnun og er góður undirbúningur fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að sækja um nám í Listaháskólanum.
Kennari: Björn Steinar Blumenstein
Einingar: Námskeiðið er án eininga
Kennslutungumál: Íslenska
Staðsetning: Laugarnes
Kennslutímabil: Alla virka daga 4. -14. ágúst.
Tímasetning: kl. 13:00-16:00
Forkröfur: Engar forkröfur, þátttakendur á aldrinum 16 – 22 ára

 

Rafræn umsókn