Hörður Ásbjörnsson
www.rymiogferli.com
hoddiphoto [at] gmail.com ()

Markmið verkefnisins Rými/Ferli er að sýna mismunandi vinnurými og ólíka verkferla fólks með því að heimsækja vinnurými þeirra. Verkinu er miðlað með ljósmyndum, texta og myndbandi en verður einnig sett upp í bók og á heimasíðu. Leitast var við að sækja heim mismunandi einstaklinga, allt frá rithöfundum til rallýkappa og sýna þannig hvað vinnurými getur tekið á sig ólíkar myndir.

Rými og Ferli from Rymi og Ferli on Vimeo.

Verkefnið dregur fram hvernig fólk býr til vinnurými og mótar verkferla sína með hlutum, skapandi hugsun og minningum sem gera það að verkum að fólki þykir vænt um vinnurými sín sem um leið endurspegla það sjálft og hefur áhrif á vinnu þeirra.