Hópfjármögnun fyrir frumkvöðla og lista- og menningarverkefni.
 
Lista- og menningartengd verkefni hafa í auknum mæli nýtt sér hópfjármögnun til þess að fjármagna kostnað. Oft er um forsölu að ræða eða styrki frá velunnurum verkefnisins. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til þess að slík söfnun gangi upp.
 
Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
  • Hafa öðlast þekkingu á meginþáttum hópfjármögnunar
  • Hafa öðlast þekkingu á ferlinu við stofnun hópfjármögnunarverkefnis
  • Hafa öðlast reynslu af því að kynna verkefni sín með árangursríkum hætti
 
Kennari: Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund
Deild: Opni Listaháskólinn
 
Kennslutímabil: 7.– 9. júní
Kennsludagar: Mánudagur og miðvikudagur 
Kennslutími: 15:30-18:30
Kennslutungumál: íslenska
Staðsetning: Þverholti 11, stofa 201
Einingar: námið er án eininga
Námsmat: Þátttaka og umræður í tímum
Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar vel fyrir frumkvöðla, listamenn og framleiðendur listræns varnings svo sem hönnunarvöru, og hverja þá sem vilja sækja sér fjármagn beint til almennings.
Forkröfur: engar en miðað er við að þátttakendur hafi náð 18 ára aldri
 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is