Lista- og menningartengd verkefni hafa í auknum mæli nýtt sér hópfjármögnun til þess að fjármagna kostnað. Oft er um forsölu að ræða eða styrki frá velunnurum verkefnisins. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til þess að slík söfnun gangi upp.
Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar vel fyrir frumkvöðla, listamenn og framleiðendur listræns varnings svo sem hönnunarvöru, og hverja þá sem vilja sækja sér fjármagn beint til almennings.
Hvað er kennt: Hópfjármögnun fyrir frumkvöðla og lista- og menningarverkefni
Lærdómsviðmið:
  • Hafa öðlast þekkingu á meginþáttum hópfjármögnunar
  • Hafa öðlast þekkingu á ferlinu við stofnun hópfjármögnunarverkefnis
  • Hafa öðlast reynslu af því að kynna verkefni sín með árangursríkum hætti
Námsmat: Þátttaka og umræður í tímum
Kennari: Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund
Staður: Laugarnes,
Tímabil og stund: 24.-25. júní, kl. 15:30 til 18:30
Einingar: námið er án eininga
Kennslutungumál: íslenska
Forkröfur: engar en miðað er við að þátttakendur hafi náð 18 ára aldri.
 

Rafræn umsókn/Electronic application