Á námskeiðinu verður farið yfir ólíkar greinar hönnunar og þau fjölmörgu verkefni sem hönnuðir fást við. Nám í hönnun verður kynnt og nemendur fá innsýn inn í vinnuferli hönnuða.  
Markmið námskeiðisins er að nemendur öðlist færni í að þróa hugmyndir sínar og skapandi hugsun og vinnubrögð sem síðar nýtast við uppsetningu á portfolio möppu. 
  
Á námskeiðinu verður farið yfir og lögð áhersla á:  

 • gerð portfolio möppu - áhersla á frumlega sköpun og framsetningu 
 • dæmi um verkefni sem nemendur geta sett fram kynntar  
 • kynning á aðferðarfræði hönnuða og ferlinu frá hugmynd til afurðar  
 • áhersla sett á mikilvægi ferlisins og því að gera grein fyrir hugmyndum sínum í orði og verki/myndum  
 • kynning á mikivægi ólíkra miðlar fyrir ólíkar hugmyndir 
 • mikilvægi persónulegrar nálgunar og sýnar  

 
Hæfniviðmið: í lok námskeiðs eiga nemendur að:  

 • Hafa skýra sýn af starfi hönnuða og námsframboði við Listháskólann  
 • Hafi skilning á grunnhugtökum hugmyndavinnu og aðferðum við framsetningu hugmynda  
 • Hafa skilning á mikilvægi rannsóknarvinnu fyrir hönnunarferlið  
 • Geta sett fram eigin hugmyndir á skýran og skapandi hátt fyrir portfolio möppu 

 
Kennari: Hera Guðmundsdóttir  
Kennslutímabil: 2 vikur, 19. júlí - 30. Júlí. 
Kennsludagar: Mánudaga-föstudaga  
Kennslutími: 9:00-12:00 
Kennslustaður: Þverholt 11 
Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar, aðferðafræðilegar æfingar, einstaklingsverkefni 

 • Vika 1 : Ólíkar aðferðir hugmyndavinnu skoðaðar í verki. Notkun hugkorta og flæðirita kynnt. Verkefni tengd fyrrnefndum aðferðum  
 • Vika 2 : Rýnt í ólík form portfolio mappa og framsetningu á hugmyndavinnu. Nemendur vinna að efni fyrir eigin möppu út frá aðferðum sem kynntar hafa verið á námskeiðinu. 

Námsmat: Verkefnaskil, þátttaka og mæting 
Einingar: Námskeiðið er kennt án eininga og hugsað sem fornám fyrir háskólanám í hönnun 
 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.

Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Björg Stefánsdóttir og Karólína Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara. 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku
 

 

Umsóknareyðublað 

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is