Umsóknarfrestur í bakkalárnám við hönnunar- og arkitektúrdeild fyrir skólaárið 2017 - 2018 er frá 21. janúar til 31. mars.

Umsóknarfrestur fyrir meistaranám í hönnun fyrir skólaárið 2017-2018 er frá 21. janúar til 21. apríl. 2017

Bakkalárnám í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun

  • Umsóknarfrestur er 31.mars 2017
  • Síðasti dagur póststimplis innsendra umsókna er 31.mars  2017
  • Umsóknum er svarað í seinni hluta maí 2017
  • Sækja skal innsend verk/möppur í júní 2017
  • Haustönn hefst 20. ágúst 2017
  • Umsóknargald er 5000 ISK
  • Skólagjöld eru 490.000 ISK fyrir heilt skólaár. Námið er lánshæft hjá LÍN

Til að umsókn í bakkalárnám sé fullgild þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:

Meistaranám í hönnun

  • Umsóknarfrestur er 21.apríl
  • Síðasti dagur póststimpils innsendra umsókna er 21. apríl 2017
  • Umsóknum er svarað seinni hluta maí 2017
  • Haustönn hefst 20. ágúst 2017
  • Umsóknargjald er 5000 ISK
  • Skóalgjöld eru 796.000 ISK fyrir heilt skólaár.
     

Til að umsókn sé fullgild í meistaranám þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:
(ATH að þessar upplýsingar verða uppfærðar í janúar 2017.)

  • Rafræn umsókn
  • Staðfest afrit af prófskírteinum og námsferli (staðfest afrit frá skóla) (PDF),
  • Persónleg markmið með námi (PDF),
  • Tillaga að hugmynd um einstaklingsverkefni (PDF),
  • Mappa (portfolio) með verkum (PDF / URL),
  • Ferilskrá (PDF),
  • Skriflegar umsagnir tveggja aðila (best er ef önnur er starfstengd og hin akademísk) (PDF).

Nánari upplýsingar um námið

Upplýsingar um inntöku og inntökuferli í meistaranám í hönnun