Sláðu inn leitarorð
Honey Grace Zanoria
Ofnar minningar/Woven Memories
Minningar og sjálfssögu okkar má líkja við vefnað, þar sem líf hvers og eins er uppistaða vefnaðarins og minningarnar ívaf þess. Uppistaðan er lífsferillinn frá fæðingu og allt til endaloka. Í
vafið, sem fyllir uppistöðuna undir og yfir, er allt sem liggur þar á milli; minningar, upplifanir og fólkið sem gefur lífinu lögun og lit. Það veltur á hverjum og einum hvernig ívafið er lagt og hvaða leið er valin í lífinu.
Uppistaðan og ívafið mynda eina heild sem er sjálfssagan.






