Skuggastúdía

Ómerkilegt rör í réttu ljósi varpar skugga af bókstaf á gangstétt. Verður skyndilega að fyrirbæri hlöðnu óvæntri merkingu. Einhver staldrar við og tekur ljósmynd af skugganum. Eftirmynd af eftirmynd. Ljósmyndin og augnablikið sameinast í nýrri hugmynd. Verða fyrirbæri merkilegri ef þau minna á eitthvað annað? Skugginn er hverfull og án staðfestu. Gerir nýjar tilraunir til afstöðu á hverjum degi. Breytist; bognar, lengist, breikkar og hverfur. Háður ljósi og staðsetningu áhorfandans. Þú ert heppinn ef þú finnur skugga í réttu ljósi, til hamingju, þú fannst afstöðu hlaðna merkingu!  Í Skuggastúdíu eru skugginn og hugrenningatengsl okkar við hann skoðuð. Leturform innblásin af skuggaafstöðum voru mótuð og varpað á ljósnæman pappír. Eftirmynd af eftirmynd af eftirmynd … 

8._holmfridur_benediktsdottir_holmfridurbenediktsgmail.com-30.jpg