Ég finn hluti í umhverfi mínu sem búa yfir óvæntum gildum og ófyrirséðum möguleikum, að finna nýjan efnivið er eins og að detta í lukkupottinn. Eins og litaprufurnar, sem ég hef þörf fyrir að raða upp og nota sem málningu. Fundnu teikningarnar eru tilbúin og óhlutstæð verk, unnin af mörgum ótengdum einstaklingum, sem framkalla listræna uppbyggingu; og hinn hitanæmi pappír hýsir ósjálfráða virkni, sem veitir mér stjórnleysi, sem ég hef þörf fyrir, til þess að skapa óhlutstæð myndverk.