Á námskeiðinu verður farið  yfir höfundarétt á mannamáli. Helstu hugtök verða skýrð og gerð grein fyrir meginreglum sem gilda á sviðinu. Lögð verður áhersla á raunhæfa nálgun sem nýtist nemendum í framtíðarstörfum sínum. Nemendur fá tækifæri til að  spyrja spurninga um hvaðeina sem viðkemur efninu.

Kennarar: Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður og Unnur Ásta Bergsteinsdóttir héraðsdómslögmaður, bæði starfandi hjá MAGNA Lögmenn.
Deild: Opni listaháskólinn

Tungumál: Íslenska
Dagsetning: Þriðjudagur 10. ágúst og fimmtudaginn 12. ágúst
Tími: kl. 16:00-18:00
Kennslustaður: Þverholt 11 
Forkröfur: Stúdentspróf, 18 ára aldur
Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestur/umræður

  • Í fyrri kennslustund verður farið yfir stofnun og eðli höfundarréttar, helstu hugtök höfundarréttar og því lýst í grófum dráttum hverskyns vernd höfundarréttur veitir. Viðhlítandi lög- og reglugerðir verða kynntar fyrir nemendum.
  • Í  seinni kennslustund verður áframhaldið yfirferð úr fyrri kennslustund, en sérstaklega einblínt á hagnýt atriði og dæmi sem nýst geta nemendum í framtíðarstörfum sínum.

Einingar: Námskeiðið er kennt án eininga
Námsmat: Námsmat er byggt á því að nemendur taki virkan þátt í umræðum í kennslustundum.
Forkröfur: Opið öllum 18 ára og eldri

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara. 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is