Í námskeiðinu kynnast nemendur aðferðum og hugmyndum sem byggja á skapandi aðferðum danslistarinnar og möguleikum þeirra í kennslu og sköpun. Í fyrri hluta námskeiðsins verða fyrirlestrar og umræður um möguleika danslistarinnar í samfélagslegu og pólitísku samhengi. Í seinni hluta námskeiðsins verða mismunandi aðferðir danssköpunar og spuna rannsakaðar á verklegan hátt ásamt því hvernig nemendur geta nýtt sér þær í eigin vinnu. 

Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 

  • Geta nýtt sér aðferðir danssköpunar og spuna á sjálfstæðan og skapandi hátt, 
  • geta fjallað um möguleika danslistarinnar í samfélagslegu og pólitísku samhengi, 
  • geta tengt aðferðir námskeiðisins við eigin aðferðir og nálganir í sköpun og kennslu. 

Kennari: Ingunn Elísabet Hreinsdóttir
Námsmat: Þátttaka í tímum, skrifleg verkefni, verklegt verkefni unnið í staðlotu  
Tímabil: 28. september til 15. október 2022
Staður og stund: Fjarkennsla og staðkennsla í Laugarnesi
1 tími: miðvikudagur, 28. september, kl. 13:00-15:50, fjarkennsla
2 tími: miðvikudagur, 5. október, kl. 13:00-15:50, fjarkennsla
3 tími: miðvikudagur, 12. otktóber, kl. 13:00-15:50, fjarkennsla
4 tími: föstudagur, 14. október, kl. 9:20-12:10, staðkennsla
5 tími: laugardagur, 15. október, kl. 10:00-14:00, staðkennsla 
Einingar: 2 ECTS
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum) 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is 545 2249 

Umsóknareyðublað