Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja nýta sér aðferðir danssköpunar í eigin vinnu eða kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu kynnast nemendur aðferðum og hugmyndum sem byggja á skapandi aðferðum danslistarinnar og möguleikum þeirra í kennslu og sköpun. Tvær megináherslur verða í námskeiðinu. Í fyrsta lagi verða mismunandi aðferðir danssköpunar og spuna rannsakaðar á verklegan hátt ásamt því hvernig nemendur geta nýtt sér þær í eigin vinnu. Í öðru lagi verða fyrirlestrar og umræður um möguleika danslistarinnar í samfélagslegu og pólitísku samhengi út frá ákveðnum verkum, innlendum sem og erlendum.
 
Námsmat: Verkleg og skrifleg verkefni, þátttaka í tímum.
 
Kennari: Ásgerður Gunnarsdóttir.
 
Ásgerður er lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild. Ásgerður starfar einnig sem dramatúrg, er einn tveggja listrænna stjórnenda Reykjavík Dance Festival og The Festival og var meðstofnandi og stjórnandi sviðlistahátíðarinnar artFart. Af akademískum störfum Ásgerðar má nefna að hún hefur kennt sviðslistafræði við Listaháskólann frá árinu 2013 og verið aðjúnkt og fagstjóri fræða við sviðslistadeild skólans frá hausti 2015. Auk kennslunnar hefur Ásgerður sem fagstjóri komið að stefnumótun og uppbyggingu náms við sviðslistadeild.
 
Ásgerður hefur lokið meistaragráðu í dans- og leikhúsfræði frá Háskólanum í Utrecht, meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands, BA gráðu í fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og diplómanámi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands.
 
Staður og stund: Laugarnes, fim. og mán. kl. 13- 15.50.
 
Tímabil: 21. mars - 4. apríl, 2019, (5 skipti).
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. 
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.