Kenndar eru undirstöður klassískrar hljómfræði (sætakerfi). Farið í meðferð þríhljóma og sjöundarhljóma í dúr og moll með áherslu á góða framvindu og traust niðurlög. 
Námskeiðið hentar fyrir byrjendur í hljómfræði.

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
- Hafa tæknilega leikni í undirstöðum hljómfræðinnar,
- geta greint og staðsett sjöundarhljóma í dúr og moll,
- geta undirbúið og leyst sjöundarhljóma í dúr og moll,
- kunna skilja á helstu niðurlögum í dúr og moll. 
Kennari: Gísli Magnússon
Umsjón: Hróðmar I. Sigurbjörnsson
Deild: Tónlistardeild

Kennslutímabil 2023: 15. maí til 29. júní
Kennsludagar: Mánudaga og fimmtudaga
Kennslutími: kl. 17:00-18:50 - staðarnám
Kennslustaður: Skipholt 31., 3. hæð
Námsmat: Skrifleg próf
Einingar: Námskeiðið er án ECTS eininga, en jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum: 
Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi, hentar einnig fagfólki (professional) á sínu sviði. 
Verð: 40.000 kr. 

Nánari upplýsingar: Sunna Sigurðardóttir deildarfulltrúi tónlistardeildar, sunna [at] lhi.is  
Námskeiðið er auglýst með fyrirvara um að lágmarks fjölda þátttakenda náist. 

Umsóknir