Námskeiðið er byggt upp sem hefðbundið klassískt hjóðfæranám í opnum einkatímum og hóptímum. Lögð er áhersla á tækniskólun, góðan tónlistarflutning og á innsæi og þekkingu á tónlistarstílum. Nemendur þjálfast í að koma fram, flytja verk fyrir framan hóp og taka tilsögn kennara og etv. ábendingum aðra þátttakenda. Virkir þátttakendur leika í þrjú skipti fyrir leiðbeinanda og taka virkan þátt í umræðum um tónlistarflutning. Óvirkir þátttakendur fylgjast með kennslu og taka þátt í umræðum.
Námsmat:  Virkni í tímum og tónlistarflutningur. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal en virkir þátttakendur fá skriflega umsögn leiðbeinenda að auki.
Fyrir hverja er námskeiðið: Hljóðfæranemendur á framhaldsstigi, hljóðfæranemendur LHÍ og aðra áhugasama hlustendur.
Kennari: Edda Erlendsdóttir, píanóleikari
Einingar: 2 ECTS
Kennslutungumál: Íslenska og enska
Staðsetning: Húsnæði LHÍ í Skipholt 31, Flyglasalur
Kennslutímabil: 5. til 14. ágúst
Tímasetning: Daglega kl. 10-13 og 14.30-17.30 (Ath. þetta námskeið verður einnig kennt helgina 8.-9. ágúst)
Forkröfur: Þátttakendur þurfa að stunda eða hafa stundað hljóðfæranám á framhaldsstigi
 

Rafræn umsókn