Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði hljóðfræðinnar, þ.e hvernig hljóðbylgjur eru  uppbyggðar, og hvernig hljóð verður til í heilanum er við skynjum bylgjurnar. Það leiðir inn í heim raftónlistarinnar þar sem einföld bylgjuform eru skoðuð, og með því er ljósi varpað á eðli skynjunar okkar í sambandi við tíðni og tíma - sínusbylgjum yfir í sagartannarbylgjur, yfir í flóknari og óreglulegri bylgjur. Engar kröfur eru gerðar til bakgrunnsþekkingar þátttakenda, og notast verður helst við hugbúnaðar og forritunarumhverfið Max/MSP við kennslu. Nemendur geta einnig valið hvaða hljóðvinnsluumhverfi sem þeim hugnast til að vinna eigin  listrænverkefni. Námsleiðin getur flýtt fyrir nemendum sem hyggjast fara á Nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands.
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðs mun nemandinn hafa:
  • þekkingu á grundvallaratriðum hljóðfræðinnar
  • skilning á samspili hljóða í tíma og rými
  • hlotið nokkra þjálfun í tónsmíðum og tónlistarflutningi
Fyrir hverja er námskeiðið: Nýnema tónlistardeildar haust 2020 og nemendur á framhaldsstigi 
Kennari: Úlfur Hansson
Einingar: námskeiðið er kennt án eininga
Staðsetning: Listaháskólinn í Laugarnesi
Kennslutímabil: 8. júní - 26. júní
Tímasetning: Kennt þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og föstudaga, kl. 16-18
Forkröfur: Engar kröfur eru gerðar til bakgrunnsþekkingar þátttakenda, og notast verður helst við hugbúnaðar og forritunarumhverfið Max/MSP við kennslu.

 

Rafræn umsókn