Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.
 
Í námskeiðinu er ferðast um birtingarmyndir dauðans í myndlistinni allt frá söguljóðum Forn-Grikkja til samtímans. Skoðað er hvernig hugmyndir lifenda um dauðann og eilífðina taka breytingum í gegnum söguna og hvernig þær endurspegla ólíkar veruleikasýnir; allt frá goðsagnaheimum og heimspeki Forn-Grikkja, í gegnum kristna myndlistararfleið frá upphafi til endurreisnar og áfram til rómantíkur og módernisma í heimspeki og listum. Við lok ferðar er ljósi varpað á samband samtímaheimspeki og lista við kviku veruleikans, dauðann.
 
Námsmat: Verk, greinargerð og heimapróf.
 
Kennari: Ólafur Gíslason.
 
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudagar kl. 10.30 - 12.10.
 
Tímabil: 11. jan. - ?. apríl 2018.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is