Hillevi Cecilia Högström
www.hillevihogstrom.com

,,Árið 1991 ákvað bæjarfélagið Jönköping að gera skóginn Strömsberg að friðlandi, 600 ekrur lands og þarf af 350 ekrur skóglendi. Markmiðið var að vernda staðbundin náttúrufyrirbæri í vistkerfi svæðisins sem talin voru markverð. Yfirumsjón og stjórn með friðlandinu hefur bæjarfélagið í Jönköping.“

Örlaganóttina 4. júlí 2001 láku 25 000 lítrar af natríumhýdroxíð (32%) frá mjólkurbúinu Arla Foods AB í Jönköping niður lækinn, Strömsberg, sem rennur í gegnum friðlandið. Ástæðan var gáleysi starfsmanns við meðhöndlun á tanki við mjólkurbúið. Innan nokkura klukkustunda fórst allt dýralíf í læknum sem ekki gat flúið upp á móti straumnum.

Hvorki nefndir á vegum bæjarfélagsins né héraðsstjórnar gátu gefið upp nákvæmar upplýsingar um lífríkið í læknum fyrir slysið. Strömsberg lækurinn er of vatnslítill til að fylgst sé með honum sérstaklega. Það var þó vitað að þar væri að finna og í nærligggjandi tjörn  ágenga tegund amerískrar lækjarbleikju. Á landsvísu er þessi tegund lækjarbleikju neðarlega á forganslista náttúruverndarsamtaka. Tvær aðrar tegundir fiska hafa verið skráðar í tjörninni. Talning dýra- og plöntutegunda hefur hins vegar ekki átt sér stað og því ekki til gögn sem staðfesta komu nýrra sjaldgæfra tegunda eða þeirra sem eru í útrýmingarhættu.

Mánudagur 26. mars 2018, 09:51
Samtal við Anders Högström um silungsveiði

Það voru tvær leiðir til að veiða hér áður fyrr. Annars vegar með krók og línu og hins vegar með fötu eða háf. Kúnstin er að ganga meðfram lækinum á móti straumnum og hafa augun á læknum í um fimm til sjö metra fjarlægð. Þá er hægt að sjá þegar fiskurinn felur sig, hann reyndar lítur meira út eins og grá slikja sem hverfur. Fötunni eða háfnum er síðan komið fyrir af einum veiðimanni og hinn byrjar að pota í felustað fisksins. Fiskurinn bregst fljótt við og flýr með straumnum eins og jävla streck. Ef þú er með fötu, kippuru henni á loft þegar þú finnur fyrir þruski. Með háfnum þarftu að fylgjast vel með þegar silungurinn er komin í netið. Hann er mjög hraðskreiður.

Það er svo kalt í dag og ólíklegt að við finnum einhverja orma. Við verðum að finna eitthvað sniðugt til að nota fyrir háf.
- Nei, við eigum háf.
Erum við með háf, hvar?

Í bátnum, held ég.
Er það krabba háfur?

Nei, þessi stóri, blái.
En hversu stór eru götin, lítil eða stór?

Pínkulítil.
Ah, það ætti að ganga, er endinn flatur?

Já!
Nákvæmlega það sem við þurfum.