Ferðalag hugar, handar og efnis í listsköpun

 
 
Markmiðið með þessu meistaraverkefni var að kanna hvernig nota megi rannsóknir, tilraunir og vinnu í gegnum efni (e. thinking through making) til að virkja ímyndunaraflið og koma af stað hugmyndaferli. Mér lék forvitni á að vita hvernig ég gæti nýtt mér þessa aðferð í minni vinnu og kennslu í framtíðinni.
 
Í því skyni hef ég skoðað mitt eigið ferli í listsköpun nýtir vinnu í gegnum efni sem og hvernig ég muni geta nýtt mér afrakstur þessara skrifa áfram í þeirri vinnu.
 
Það eru fyrst og fremst þrír fræðimenn sem ég hef nýtt mér sem heimildabrunn og innblástur.
 
Þeir eru Tim Ingold og Juhani Pallasmaa, sem báðir hafa lagt áherslu á rannsóknarvinnu þar sem samband handa, hugar og efnis er grundvöllur nýrrar þekkingar í lista- og hönnunaraferli. Sá þriðji er Mihaly Csikszentmihalyi sem tengist þeirra kenningum en hann hefur skrifað um mikilvægi flæðis, það er þegar jafnvægi er á milli hæfni okkar og áskorana þannig að fókus okkar verður algjör á viðfangsefninu og við göngumst því á vald.
 
 
Niðurstöður mínar hafa sannfært mig um að þessi leið, að vinna með efni og kanna möguleika þess með myndun flæðis, geti verið góð til að koma sér af stað í hugmyndavinnu, hvort heldur sem er í minni eigin vinnu við listsköpun eða hjá nemendum.
 
Með því að fara þessa leið er mun líklegra að til verði ný hugsun og að ferlið fari með þig á nýjar og áður óþekkta slóðir í samspili eiginleika efnis, hugar og handar frekar en maður hafi einhverja fyrirfram ákveðna hugmynd og reyni að koma henni í efni.
 
 
mynd_af_verkefni.png
 

 

 
herborgedv [at] icloud.com
Leiðbeinendur: Ásthildur Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir
2017