Use-less-things

Hvernig er hægt að nýta betur aukaafurðir sem falla til í sauðfjárslátrun á hverju hausti? Með aukinni verðmætasköpun skapast möguleikar á að gera sauðfjárbúskap sjálfbæran. Í sláturtíð er 500 þúsund lömbum slátrað og úr hverju lambi er hægt að vinna eitt skinn. Þessi skinn eru flutt úr landi óunnin eða þeim jafnvel fleygt. Ólíkar vinnsluaðferðir eru kynntar, eins og pergament, sútun leðurs og vinnslu bioplasts úr skinni, sem varpa ljósi á fjölbreyttari möguleika í nýtingu lambagærunnar. Markmiðið er að vekja áhuga á vannýttu efninu hjá bændum, handverksfólki og hönnuðum hérlendis. Af virðingu við lambið ættum við nýta og auka verðmæti úr öllu sem fellur til við slátrun.