Bókin 

Kennslubók í skapandi nálgun í tónlistarkennslu
 

Bókin - Skapandi nálgun í tónlistarkennslu er kennslubók.
 
Verkefni mitt er starfendarannsókn sem snýr að námsefni sem ég er höfundur að og inniheldur kennslu í skapandi greinum tónlistarkennslu, en skapandi greinar í tónlist eru spuni, tónsmíðar og leikur eftir eyra.
 
Fékk kennslubókin nafnið Bókin til heiðurs „gervi bókanna“ (e. Fake book) en það er heiti sem tíðkast um slíkt efni í jazzheiminum.
Bókin inniheldur kennsluefni fyrir nemendur frá upphafi náms og fram að grunnprófi.
 
Efnið er skrifað fyrir nemendur í klarínettuleik en er hæglega hægt að nota einnig fyrir önnur hljóðfæri og mun vonandi geta nýst sem flestum í kennslu á skapandi þáttum í tónlistarnámi.

 

thumbnail_bokin_-_forsida.jpeg
 

 

Helga Björg Arnardóttir
helga.b.arnardottir [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Elín Anna Ísaksdóttir og Kristín Valsdóttir
30 ECTS
Tónlistardeild
2021