Snúrur. Snúrur sem tengja, snúrur sem flækja, ætar snúrur, snúrur sem hægt er að setja allan sinn þunga á. Seigar snúrur, mjúkar snúrur, snúrur úr lakkrís og snúrur úr holdi. Snúrur sem bráðna í munni og snúrur sem bragðast eins og klór. Snúrur sem vefjast um snúrulega útlimi, snúrur sem bera hringa, snúrur sem kalla á Appelsín. Þurrar snúrur, blautar snúrur, vatnsheldar snúrur. Snúrur sem hægt er að þræða í gegnum reimakósa og nafla. Snúrur sem hlykkjast, tættar snúrur og máttlausar snúrur. Snúrur sem langar í Nike skó. Stafrænar snúrur, tvívíðar snúrur, málaðar snúrur. 
 
Þráðlausar snúrur. 
 
Í verkum mínum fjalla ég um málverk á tímum þráðleysis og stafræns myndmáls. Myndefnið er sótt í hversdagsleikann og parað saman út frá sjónrænum og huglægum tengslum þess. Viðfangsefnin tilheyra hvorki umhverfi né varpa frá sér skugga heldur standa þau á flötum, víddarlausum bakgrunni. Þau eru í senn persónuleg og almenn. Með því að para þau saman mynda þau nýjar tengingar sín á milli, nýja þræði. Snúrur. 
helenamjons [at] gmail.com
Instagram: @helenamargret