Í Heita pottinum er áhersla lögð á að skapa aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að láta reyna á samskiptafærni sína, útsjónarsemi og listrænt áræði í gegnum verklegar æfingar. Áhersla verður á vinnu með viðkvæmum hópum, samskipti, virðingu og að skapa örugg rými fyrir alla þátttakendur. Mikið er lagt upp úr því að nemendur fái tækifæri til að spreyta sig sjálfir og miðli hugmyndum og þekkingu sín í milli. Efniviður og verkefni eru sótt í ýmsar áttir og í allar listgreinar en undirliggjandi markmið vinnunnar eru alltaf að efla færni nemenda til að skipuleggja listræna hópvinnu með ólíkum hópum.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs ættu nemendur nemendur að:
- þekkja þær áskoranir sem felast í þverfaglegri vinnu með ólíkum hópum og hafa sjálfstraust til þess að takast á við þær bæði sjálfstætt og í teymisvinnu,
- þekkja af eigin raun, fjölbreyttar skapandi aðferðir í hópvinnu og geta beitt þeim af öryggi í eigin kennslu,
- þekkja og geta beitt aðferðum til að skapa örugg rými fyrir ólíka þátttakendur,
- hafa styrkt persónulega færni sína í samskiptum, skipulagningu og munnlegri og líkamlegri tjáningu.
Umsjón: Vigdís Gunnarsdóttir
Einingar: 5 ECTS
Námsmat: Þáttaka og verkefnavinna
Staður: Laugarnes
Tímabil: 22. ágúst til 14. september 2023
Kennsludagar og tími: Þriðjudagar og fimmtudagar, kl. 9:20-12:10
Forkröfkur: Námskeiðið er kennt við listkennsludeild í meistaranámi í listum og velferð
Tungumál: Íslenska
Verð: 5 eininga námskeið - 61.250 kr. (án eininga) / 76.500 kr. (með einingum)
Nánari upplýsingar: opni [at] lhi.is
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.