Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast heimspeki og þjálfa notkun aðferða hennar í kennslu/ miðlun. Skyldunámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Fjallað er um hugmyndir nokkurra helstu heimspekinga og uppeldisfrömuða Vesturlanda um nám, námskenningar og fjölbreytta kennsluhætti; hugmyndir um listuppeldi og gildi lista í skólastarfi og menntun; lífsstíl og lífsgildi í tengslum við samfélagsrýni og listkennslu og hvernig listgreinakennarar geta vakið nemendur til endurmats á lífsstíl og gildismati í gegnum listir. Jafnframt eru heimspekilegar samræður um sama efni og einnig út frá kynningu nemenda á eigin verkefnum. Nemendur fá þjálfun í notkun heimspekilegrar samræðu við kennslu.
 
Námsmat: Símat, verkefni.
 
Kennarar: Ingimar Ólafsson Waage og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes. Miðvikudagar kl. 9.20-12.10.
 
Tímabil: 8. janúar - 26. febrúar, 2020.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249