HEIMILDASKRÁNING

Þegar skrifaðir eru fræðilegir textar er notkun heimilda mjög mikilvæg.
Í heimildaskrá er gerð grein fyrir þeim heimildum sem unnið er með og heimildir skráðar eftir ákveðnum reglum staðla um heimildaskráningu. 
 
Tilvitnun er tekin úr texta annars staðar frá til að rökstyðja mál sitt og hafa skal tilvísun í hvaðan textinn er tekinn. 
 
Síðan er skrifuð heimildaskrá, sem er listi yfir þau gögn sem hafa verið notuð. Tilvísanir geta verið gerðar með númerakerfi, svigakerfi eða neðanmálsgreinum.

Tilvitnanir

 

Hlutverk tilvitnana er að útskýra og rökstyðja hugmyndir höfundar og tengja þær við það sem áður hefur verið gert, hugsað og skrifað.

Gæði akademískra skrifa liggja fyrst og fremst í því hversu vel höfundi tekst að flétta saman eigin hugmyndir við hugmyndir annarra, með rökstuðningi og vísun í annan fræðitexta eða verk og hugsun listamanna/hönnuða.

Tilvísanir

Hlutverk tilvísana er að auðvelda lesandanum að átta sig á því við hvað ritgerðarhöfundur styðst í máli sínu og hvert hann sækir heimildir sínar.

Með tilvísun er átt við vísun til - heimildaskrár.> Í fræðilegum texta er mikilvægt að fylgja ákveðnu tílvísanakerfi við skráningu heimilda.

Margar ólíkar reglur eða kerfi eru til um það hvernig eigi að skrá heimildir, en mikilvægt er að halda sig við eitt kerfi og gæta samræmingar í sömu textasmíð.

Við Listaháskóla Íslands eru notuð tvö heimildaskráningarkerfi.

Annars vegar Chicago Manual of Style tilvísanakerfið, en það byggist á tölusettum tilvísunum með neðanmálsgreinum og heimildaskrá, og hins vegar APA kerfið, en það byggist á tilvísunum í svigum og heimildaskrá. APA-kerfið er eingöngu notað í listkennsludeild.

Á Áttavitanum, vef Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, má finna ýmis hjálpargögn við heimildaleit og -skráningu, tengla við gagnasöfn og margvíslegt fræðsluefni.

Chicago Manual of Style:

Leiðbeiningavefur Ritvers Háskóla Íslands um The Chicago Manual of Style
Stuðst er við Chicago-staðalinn í öllum deildum LHÍ nema Listkennnsludeild 

Dæmasafn LHÍ um skráningu ýmiskonar heimilda samkvæmt CMS: 

 

APA fyrir Meistarnemendur við Listkennsludeild

Listkennsludeild notar sk. APA-kerfi sem byggir á American Association of Psychology; APA Style. 

Leiðbeiningavefur Ritvers Háskóla Íslands um APA-staðalinn 

Nemendur sem ætla að nota Zotero er bent á að sækja skjalið APA_isl.csl og hlaða upp í Zotero.