Í námskeiðinu verður fjallað um heimildaleikhús og sviðsetning hins persónulega, pólitíska og póetíska. Hver á söguna, hver segir söguna og með hvaða hætti er hún sögð? Hvaða sögur getum við sagt og hvaða sögur viljum við segja? Hvernig færum við framtíðardrauma okkar um lífið og samfélagið inn í nútíðina?

Í námskeiðinu kynnast nemendur rannsóknar- og vinnuaðferðum Andreu Vilhjálmsdóttur og Köru Hergils sem þær hafa beitt síðustu ár við að samtvinna í sviðsetningum hið persónulega, pólitíska og póetíska. Kynntar verða samsköpunar og samsetningaraðferðir til úrvinnslu á heimildarefni. Nemendur munu vinna úr heimildarefni með ólíkum miðlum og kynntar verða dramatúrgískar aðferðir og lögð áhersla á að nemendur þroski og treysti sínu dramatúrgíska innsæi.

 

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • Hafa skilnig á þeim aðferðum sem kynntar eru í námskeiðinu og geta sett þær í samhengi við eigið skapandi ferli,
  • geta beitt aðferðum sem kynntar eru á námskeiðinu í skapandi ferli,
  • hafa skilning á og geta tjáð sig töluðu og skrifuðu máli um ólíkar aðferðir heimildaleikhúss og sviðsetningu á persónuelgum heimildum,
  • hafa öðlast innsýn og skilning á dramatúrgíu og hlutverki dramatúrga í sviðsetningu á efni sem á sér uppruna í heimildum af raunverulegum atburðum og manneskjum,
  • geta nýtt sér sameiginlega reynslu nemenda við listrænar útfærslur.

Námsmat: Verkleg verkefni, skrif og símat

Kennarar: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Kara Hergils
Staður og stund: Laugarnes, kl. 08:30-12:10, L142

Tímabil: 24. ágúst til 4. september 2020

Kennslutungumál: Íslenska

Eingingar: 2 ECTS

Verð: 2ja eininga námskeið - 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum) 

 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Nánari upplýsingar: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, verkefnastjóri, ingibjorghuld [at] lhi.is 

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti orðið breyting á skipulagi námskeiðis og kennsluháttum