Heiðrikur á Heygum
BA Myndlist 2017
heidrik-heygum.squarespace.com

 

Verkið er gert í samvinnu við nokkrar konur sem hafa sagt mér frá persónulegum augnablikum úr einkalífi sínu. Ég lít á mig sem teiknara sem festir augnablikin á blað. Ég túlka líkamsstöðu þeirra, klæðaburð og hugsanir. Konurnar gáfu teikningunum nafn, en það er mikilvægt fyrir mig að þær tengist myndunum á einhvern hátt.

Ástæða þess að ég ákvað að teikna eingöngu konur er sú að þær konur sem ég þekki eru gjarnari á að opna sig, en karlmenn eru lokaðri og vilja ekki sýna veikleika. Konurnar skömmuðust sín ekki fyrir að opna sig fyrir mér og sáu augnablikin frekar sem eðlilegan hluta af tilverunni. Þess vegna fannst mér hentugra að einblína á konur.

Augnablikin tákna þær stundir þegar við erum berskjölduð, ein innan fjögurra veggja. Þetta eru fallegustu augnablikin — þegar við leyfum okkur að vera við sjálf.