Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í fræðigreinum kvikmyndalistar. Starfið felur í sér kennslu og stefnumótun um nám í kvikmyndalistadeild og er í samræmi við reglur Listaháskólans um akademísk störf eins og eru í gildi hverju sinni. Viðkomandi mun taka þátt í þróun náms á sviði sviðslista, tónlistar og kvikmyndalistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans.  

Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Ráðið er í starfið frá janúar 2024.  

Menntunar-, reynslu- og hæfniskröfur  

Hæfi umsækjanda verður metið samkvæmt reglum Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa, sjá nánar á lhi.is/log-og-reglur og eru umsækjendur hvattir til að kynna sé reglurnar við gerð umsóknar.  

Við ráðningu verður meðal annars litið til þess hvaða hæfileika ætla megi að umsækjandi hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til starfa innan skólans. Frammistaða í viðtölum mun hafa mikið vægi við ákvörðun ráðningar.  

Leitað er eftir umsækjendum sem búa yfir:  
  • Meistaragráðu í kvikmyndafræði eða tengdum greinum. 
  • Víðtækri reynslu af akademískum vinnubrögðum.  
  • Reynslu af kennslu á háskólastigi.  
  • Breiðri þekkingu á straumum og stefnum í kvikmyndalist.  
  • Góðri miðlunar-, samstarfs og samskiptahæfni.  
  • Skipulagshæfni og áreiðanleika.  
  • Góðri hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.  
Skil á umsókn  

Umsóknargögnum skal skilað eigi síðar en 8. október 2023 á netfangið starfsumsokn [at] lhi.is merkt: Háskólakennari í fræðigreinum kvikmyndalistar.

Til að umsókn sé gild skulu eftirfarandi gögn fylgja í aðskildum skjölum á PDF formi: 
  • Ferilskrá sem skipt er í eftirfarandi kafla: menntun, listræn störf, rannsóknir, kennslu og akademísk störf, stjórnunarstörf og önnur störf. 
  • Stutt kynningarbréf sem lýsir hvernig hæfniskröfum starfsins er mætt. 
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.  
  • Greinargerð um faglega sýn umsækjanda á starfið, nálgun og áherslur. Hámark 2 blaðsíður. 
  • Dæmi um námskeið sem viðkomandi hefur kennt. 
  • Nöfn tveggja meðmælenda. 
  • Auk þess er umsækjanda heimilt að skila inn öðrum gögnum til stuðnings umsóknar.   
Frekari upplýsingar  

Upplýsingar um starfið veita Steven Meyers deildarforseti kvikmyndalistadeildar (stevenm [at] lhi.is) og Þóra Einarsdóttir sviðsforseti kvikmyndalistar, sviðslista og tónlistar (thora [at] lhi.is).

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Listaháskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.  

Starfsumhverfi  

Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Borgartún, Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.  

 

Umsóknarfrestur er 8. október 2023

Umsóknum skal skilað á starfsumsokn [at] lhi.is

Upplýsingar um starfið veita Steven Meyers deildarforseti kvikmyndalistadeildar (stevenm [at] lhi.is) og Þóra Einarsdóttir sviðsforseti kvikmyndalistar, sviðslista og tónlistar (thora [at] lhi.is)

Akademísk störf

Reglur um veitingu akademískra starfa

Siðareglur