Línan er ekki til

Teiknað með ljósi

 

Þetta verkefni fjallar um ávinning þess að finna sameiginlega snertifleti á milli námsgreina í efri bekkjum grunnskóla.
 
Í fræðihluta verkefnisins er fjallað um samþættingu námsgreina í list- og verkgreinum sem og hvernig má finna tengingu milli list- og verkgreina og bóklegra greina, eins og t.d. stærðfræði.
 
Samþætting námsgreina hentar þannig mögulega nemendum sem ekki meðtaka upplýsingar til náms með fyrirmælum heldur öðrum hætti, t.d. í gegnum hreyfigreind eða á annan hátt en hefðbundið gæti talist.
 
Einnig er skoðað hvernig hugarfar getur hjálpað nemendum að vinna gegn frammistöðukvíða þegar kemur að flóknari listsköpun í bland við hvernig hægt er að aðlaga námsmat í listgreinum þannig að nemendur sýni hinum sjónrænt skapandi greinum meiri áhuga og taki þar með meiri ábyrgð á eigin námi. 

 

samsett_teikn_namskeid_2.jpg
 

 

Seinni hluti verkefnisins fjallar um námskeiðið Teiknað með ljósi, þar sem teikning og ljósmyndun voru samþættuð með sameiginlegum snertifleti ljóss og skugga.
 
Á námskeiðinu lærðu nemendur í myndmenntarvali í 9. bekk í grunnskóla leiðir til að skilja raunsæisteikningu með verkefnum og æfingum með ljósmyndatækni.
 
Námskeiðið gekk vel og sýndu nemendurnir merkilega góða framför í því að lesa í hvernig ljós og skuggi skapa ekki bara ljósmyndir heldur líka teikningar.
 
haraldur.jpg
 

 

Haraldur Jónasson
haradlur [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Hanna Margrét Einarsdóttir
10 ECTS
2022​