Haraldur Ægir Guðmundsson

Bakkalárnám í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu
img_4044.png
 

Haraldur Ægir Guðmundsson lýkur Bakkalárnámi í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Útskriftartónleikar hans fara fram í Dynjanda, Skipholti 31, sunnudaginn 30. apríl kl.18:00.

Flytjendur //

Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassi og rafbassi
Jóel Pálsson, tenor sax 
Kristofer Rodriguez Svönuson, kongur/slagverk
Matthías Hemstock trommur/slagverk
Hilmar Jensson, gítar

Haraldur Ægir Guðmundsson

Haraldur Ægir Guðmundsson. Kontrabassaleikari, rafbassaleikari og tón-og textahöfundur. Fæddur 1977 á Blönduósi. Hóf að leika á kontrabassa árið 2003 og stundaði fyrst hefðbundið tónlistarnám veturinn árið 2005 við FÍH, ásamt að sitja einkatíma hjá Þórði Högnasyni kontrabassaleikara sama ár.
Árið 2006 flytur Halli, eins og flestir þekkja hann, til Salzburgar í Austurríki og gefur út sína fyrstu plötu með eigin laga/textasmíðum árið 2012. Ásamt því að útskrifast úr Listaháskóla Íslands árið 2023, gefur Haraldur einnig út sína tíundu plötu á árinu, Tango for One.

Akkuru?

Þýðir 'Næsta' á japönsku, halda áfram. Akuru er einnig nafn á einni af elstu þjóðsagnaverum Japans.  En henni var lýst sem risastórum fiski eða illri forynju sem átti að hafa gleypt heilu skipin í einum munnbita og horfið í hafið með manni og mús, svo hvorki fannst eftir tau né timbur. Akuru kemur fram í mörgum af elstu rituðu heimildum Japan, eins og Kojuki, og Nihon shoki og í þjóðsögunni um innhafið Seto. Að eiga tónlistina í hjarta er stundum eins og að eiga sinn eigin Akuru, hún tekur mann allan í lófa sér svo eigi maður hvorki tau né timbur meðan hún heltekur mann. Það er reynsla mín alveg frá því ég snerti hljóðfæri í fyrsta skipti, Akuru. Akuru er einnig hljóðritun á algengri íslenskri spurningu Af hverju? Akkuru spilum við tónlist, Akkuru fórnum við svo miklu fyrir tónlist. Af því hún er göldrótt. Akkuru er lika lítið þorp á suður Indlandi, í Karnatak héraði við Kaveri fljótið.