Hanne Korsnes
www.hannekorsnes.com

Hvert og eitt okkar býr yfir víðáttumiklum innri heimi. Stundum getur verið erfitt að orða hugsanir sínar án þess að einfalda þær um of. Sérstaklega þegar manns innri heimur og sá ytri eru að reyna að finna samleið. Ég á við að það er mikilvægt fyrir listina að vera hluti af okkar daglega lífi og þess vegna vefst fyrir mér að vinna með hvíta veggi gallerísins. Þar af leiðandi heillast ég af veggmálverkum í almenningsrýmum. Ég ímynda mér að þau séu jarðföst, kannski bara í stutta stund, á stöðum þar sem þú skynjar eignarrétt og aðgang, og einmitt það að tilheyra gefur þeim líf.

Ég kem oft aftur að málverki og horfi þá á það með augum barnsins, sem veitir mér rými til að dreyma dagdrauma og leyfir ímyndunaraflinu að stökkva frá einni grein til annarar. Ég hef gert veggmálverk sem er utangátta. Tréverkið heldur því saman og leyfir málverkinu að öðlast sitt form í smá stund, en minnir okkur jafnframt á að veggurinn hefur ekki fundið sinn endanlega stað. Hugsanabrot raðast auðveldlega  saman í dagdraumum  og birtast í flæði málverksins handan orða.

Ljós og skuggar standa fyrir eitthvað dularfullt og ljóðrænt, myndhverfingu eða hreina upplifun. Þegar ég elti friðlausa skuggana á yfirborði málverksins, vísuðu birkitrén á Klambratúni mér veginn.