Hvað nú?

Myndasaga um menntun

 

Í þessu verkefni notast ég við og rannsaka hvernig myndasagan gagnast í skólastarfi. 
 
Viðfangsefnið er tvíþætt, annars vegar er það innihald sögunnar. Þar fer ég yfir eigin skólagöngu og skoða námsferilinn í samhengi við kennslufræðin þar sem ég hef aðkomu sem nemandi, kennari og listamaður. Hins vegar er það myndasöguformið sjálft sem er til skoðunar og hvernig frásagnarmáti þess og myndmál þess nýtist við að koma þekkingu og fróðleik til skila.
 
Mitt aðalframlag í verkefninu er byggt á reynslu minni sem höfundur samfélagslegs skops og myndskreyttra bóka af öllu tagi síðastliðin 30 ár. Þannig er verkið líka einskonar listrannsókn þar sem mín eign listsköpun er dregin inn á svið kennslufræðinnar. Einnig legg ég starfskenningu mína sem kennari á borð þar sem ég leitast við að koma óvæntum fróðleik að í sögunni á sambærilegan hátt og getur átt sér stað í kennslustofunni.
 
 
hvad_nu_forsida.jpg
 
hvad_nu_o1.jpg
hvad_nu_o2.jpg
hvad_nu_o3.jpg
hvad_nu_o4.jpg

 

Við gerð myndasögunnar viðaði ég að mér heimildum úr ýmsum áttum til að dýpka á útkomunni. Átti samtöl við fyrrum samnemendur sem gátu gefið minningum mínum aukið vægi. Í sumum tilvikum staðfestu þessi samtöl það sem mig minnti og í öðrum tilvikum fengu þau mig til að endurmeta og setja í nýtt samhengi. Ég talaði við sálfræðing um áreiðanleika minninga og leitaðist við að láta fræðilegar vísanir endurspeglast í frásögninni.
 
Titill verksins Hvað nú? ber með sér spurningu og segja má svarið mótist í framvindu verksins þar til í lokin og að niðurstaða fæst. Að menntun bjóði okkur upp á val. Mitt mat er það að í þeirri niðurstöðu kjarnist leitandi tónn þessarar myndasögu.
 
 
4._halldor_baldursson_halldorbaldurssongmail.com-6.jpg

Mynd: Owen Fiene

Halldór Kristján Baldursson
halldorbaldursson [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage.
30 ECTS
2022
 
Halldór Baldursson er fæddur árið 1965 og hefur starfað sem teiknari frá árinu 1989. Halldór varð stúdent af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1985 og útskrifaðist frá Grafíkdeild MHÍ 1989.  
 
Á ferlinum hefur Halldór mundað teiknipennann fyrir fjölbreytilegustu málefni, allt frá Námsgagnastofnun til auglýsingastofa og myndskreytt tugi bóka, sérstaklega barnabóka og fengið fyrir þær marvíslegar viðurkenningar. Síðan 2005 hefur hann aðallega teiknað pólitískar skopmyndir í dagblöð.  
 
Halldór starfaði hjá hreyfimyndafyrirtækinu ZOOM 2000-2003. Hann hefur verið einn forvígismanna teiknimyndatímaritsins GISP! frá stofnun þess árið 1989. Hefur verið stundakennari í teikningu í Listaháskóla Íslands frá árinu 1999-2008 og við teiknideild Myndlistaskóla Reykjavíkur frá 2009. Halldór hefur teiknað í Viðskiptablaðið frá 1993. Halldór Baldursson hefur teiknaði daglega skopmyndir í Blaðið/ 24stundir frá því í september 2005 þar blaðið var lagt niður í október 2008, þá fyrir Morgunblaðið 2008-2010 og fyrir Fréttablaðið síðan í apríl 2010.
 
Helstu barnabækur:
Allir með Strætó  
Guðbergur Bergsson 2000,  
Hundurinn sem þráði að verða frægur  
Guðbergur Bergsson 2001,  
Sagan af húfunni fínu
Sjón 1993,  
Númi og höfuðin sjö
Sjón2000,  
Sögurnar af Evu Klöru
Heiður Baldursdóttir 2003,  
Djúpríki  
Bubbi Morthens, Robert Jackson 2004,  
Fíasól bækurnar  
Krisín Helga Gunnarsdóttir frá 2004,  
Dýr  
Tove Appelgren 2005,  
Sagan af undurfögru prinsessunni og hugdjarfa prinsinum hennar  
Margrét Tryggvadóttir 2006,  
Ballið á Bessastöðum bækurnar og Afi Pönk bækurnar
Gerður Kristný
Köttur úti í mýri íslensk ævintýri 2009.
Sjúklega súr saga, Sif Sigmarsdóttir 2019
 
Skopbækur:
2006 í grófum dráttum 2006, Skuldadagar 2009, Konungur flónana 2017
Halldór hlaut hönnunarverðlaun og viðurkenningar FÍT í flokki myndskreytinga árin 2002, 2004, 2006, 2008 og aðalverðlaun Félags Íslenskra Teiknara 2009. Þá fékk hann bókaverðlaun barnanna 2005 fyrir Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Íslensku barnabókaverðlaunun 2006 fyrir Prinsessuna undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir skopmyndir sínar 2007 og 2010.