Gluggi inn í reynslu annarra
- persónuleg myndræn frásögn sem útgangspunktur fyrir samtal

 
Útgangspunktur þessarar listrannsóknar er bókin Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá?
 
Í henni fjalla ég um reynslu mína af því að missa tökin á raunveruleikanum og fara í geðrof. Í þessari nýútkomnu bók, sem hefur verið í vinnslu í næstum áratug, nota ég samspil teikninga og texta til þess að miðla sögunni.
 
Markmið þessarar rannsóknar er að miðla minni eigin reynslu á listrænan máta og að kanna hvernig hún geti hjálpað öðrum og virkað sem útgangspunktur fyrir samtal. 
 
Til þess að fá hugmynd um hvernig Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? gæti hjálpað öðrum fékk ég 7 einstaklinga til þess að lesa bókina og í framhaldi áttum við samtal sem niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á.
 
Við úrvinnslu gagnanna lagði ég mikla áherslu á frásögnina og reyndi að gera mitt besta til þess að lesandinn nái að mynda tengsl við það sem fjallað er um, að hún hafi áhrif á hann og að hægt sé að sökkva sér í lesninguna. Þar spila teikningar einnig stórt hlutverk.
 

 

Birtingarmynd geðrofs er ekki klippt og skorin. Það er hægt að horfa á það frá ótal sjónarhornum, hvort sem það birtist okkur sem eigin reynsla á meðan við upplifum það eða eftirá sem minningar.
 
Geðrof er ekki eitthvað eitt og það er mikilvægt að skilja að birtingarmynd þess verður ekki steypt í mót. Með því að veita innsýn inn í reynsluna er hægt að gera umfjöllunarefnið minna ósýnilegt.
 
 
 
 
 
thumbnail_halla_myndafhofundi.png
Mynd: Ólöf Kristín Helgadóttir
 
Halla Birgisdóttir
hallahallahalla [at] gmail.com
www.hallabirgisdottir.org
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage
30 ECTS
2020