Sláðu inn leitarorð
Guðný Margrét Eyjólfs
tilfinning í óskilum
Vídeó innsetning
Mismunandi stærðir
Ég er að elta tilfinningu. Ég dansa í kringum hana, hring eftir hring eftir hring. Um leið og ég nálgast hana hverfur hún aftur. Ég er ekki viss hver þessi tilfinning er, en ég verð að ná utan um hana.
Ég dansa til að nálgast hana, ég syng til að nálgast hana, ég set upp þessa innsetningu svo þú getir nálgast hana.
Ég býð þér að ganga inn í hana. Gerðu það sem þú vilt, finndu það sem þú vilt.
Dansaðu með, ef þú vilt. Syngdu með, ef þú vilt. Kannski breytir það tilfinningunni. Kannski er það lykilinn.



