Sláðu inn leitarorð
Guðni Þór Ólafsson
Modus Operandi: Stafræn alkemía
Með þrotlausri tilraunagleði og skrásetningu á efnum ruddu alkemistar miðalda veginn fyrir efnafræði nútímans. Leit þeirra að aðferð sem gæti breytt blýi í gull varð að kortlagningu á hegðun og uppbyggingu efnasambanda. Tækniþróun dagsins í dag hefur opnað á enn annan efnisheim með 3D renderingum, en þar hefur notandinn fulla stjórn á öllum eiginleikum efnanna – að segja má, vald sem alkemistar sóttust eftir. Þrátt fyrir að 3D efnin séu stafræn hafa þau, líkt og náttúruleg efni, skilgreind gildi byggingareininga og jafnvel ákveðinn massa sem mælist í gagnamagni. Efnisheimur 3D renderinga er enn í mótun; möguleikar þessarar tækni eru enn ókortlagðir. Í verkinu Modus Operandi er verkferli alkemista miðalda tvinnað saman við 3D efnisheim nútímans í einskonar stafrænni alkemíu.