Sláðu inn leitarorð
Guðmundur Arnar Sigurðsson
Hugsunarleikir: Efling hugsunar í skólastofunni
Höfundur færir rök fyrir því að hugsunarleikir stuðli að eflingu hugsunar í skólastofunni.
Nemendur læra að beita fjölþættri hugsun í hugsunarleikjum: gagnrýninni hugsun, skapandi hugsun og umhyggjusamri hugsun. Leikina er gott að kenna í sérstökum heimspekitímum, þar sem nemendur fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu og tilverunni, í líflegum samræðum og spunaæfingum.
Það er einnig tilvalið að grípa til hugsunarleikja í hinum ýmsu fögum skólans og stuðla þannig að tengingu námsefnisins við reynsluheim nemenda.
Hugsunarleikirnir eru kenndir í rannsóknarsamfélagi þar sem nemendur fá ekki að vita hið eina rétta svar frá kennaranum, heldur þjálfast þeir í að færa rök fyrir máli sínu, sem getur leitt til ólíkra svara. Það að breyta um skoðun, þegar maður heyrir betri rök fyrir annarri, sýnir fram á góða hugsun. Kennarinn heldur ákveðinni fjarlægð í hugsunarleikjum svo að nemendur horfi hver til annars í samræðum og eflist í samskiptum.
Nemendur fá að blómstra á eigin forsendum þegar þeir takast á við spurningar sem vekja hjá þeim áhuga og fá sjálfir að komast að niðurstöðu með samræðu og rannsókn.
Nemendur efla borgaravitund sína í hugsunarleikjum með því að taka virkan þátt í heimspekilegum samræðum sem gæti aukið líkur á virkri þátttöku þeirra í lýðræðislegu samfélagi. Íslenskir nemendur hafa ekki staðið sig sem skyldi í alþjóðlegum samanburði í PISA-könnuninni. Stjórnvöld hafa lagt til breytingar á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla til að bregðast við lökum árangri. Horft er gagnrýnum augum á þá leið sem hefur verið vörðuð að bættum árangri. Aðrir mælikvarðar í námi eru bornir saman við PISA-könnunina, auk þess sem er ómælanlegt í skólakerfinu.
Höfundur skoðar eigin reynslu af skólakerfinu í samhengi við fræðilegt efni frá heimspekingum og kennurum eins og Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, Páli Skúlasyni, John Dewey, Maxine Greene, Matthew Lipman, Jason Buckley og Tom Bigglestone.

Guðmundur Arnar Sigurðsson
gui2504 [at] hotmail.com
Leiðbeinandi: Jóhann Björnsson
20 ECTS
Útskriftarár: 2022
gui2504 [at] hotmail.com
Leiðbeinandi: Jóhann Björnsson
20 ECTS
Útskriftarár: 2022