Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir
www.gudjona.com
gudjonabjork [at] gmail.com
 

Faðir spyr dóttur sína frá því hún er agnarsmá: „Hvað segir hundurinn? Hvaða litur er þetta?“ Spurningarnar vaxa í umfangi eftir því sem hún eldist. Á ferðalögum víkka þau sjóndeildarhringinn saman: „Hvaða fugl er þetta? Hvaða fjall er þetta?“

Fjallafaðmur er minningarverk um föður sem kenndi dóttur sinni að horfa, spyrja og stefna hærra. Á síðasta ferðalaginu – þrátt fyrir að þau vissu bæði hvert stefndi – hljómuðu spurningarnar sem fyrr: „Hvaða fjall er þetta?“ Í verkinu eru línur fjallanna, sem faðir minn naut þess að horfa á, þræddar.

Fjallið Þorbjörn sem ber hans nafn, Skeggja sem vakir yfir sveitinni hans og Kaldbakshorn sem var síðasta fjallið sem hann beindi augum mínum að. Þræðir fjallanna eru saumaðir í flík sem umvefur þann sem klæðist henni hlýju – líkt og verið sé að faðma hann

A father asks his daughter from when she is a little girl, “What does the dog say? What colour is this?” The questions grow in scope as she grows older. When travelling they broaden the horizon together: “What bird is this? What mountain is that?” Mountain Embrace is a homage to a father who taught his daughter to observe, ask questions and aim higher. On their last trip – although they both knew what was ahead – the questions were as before: "What mountain is that?" In this project I thread the lines of the mountains my father loved to observe. The mountain Þorbjörn that bears his name, Skeggi that watches over his countryside and Kaldbakshorn the last mountain he turned my eyes towards. The lines of the mountains have been sewn into garments that embrace whomever wears it with warmth.