Í námskeiðinu öðlast nemendur grunnhæfni til þess að greina tónlist út frá hlustun. Unnið er með fjölbreytta tónlist, en lögð er áhersla á dæmi úr heimi rytmískrar tónlistar. Lögð er áhersla á að gera greiningu aðgengilega fyrir þá sem hafa ekki tónfræðilegan bakgrunn, sem og hvetja þá sem eru færir í tónfræðilegri greiningu að líta á aðra þætti og aðferðir til greiningar. Nemendur kynnast hugmyndum og hugtökum sem notuð eru við greiningu af þessu tagi. 

Í lok námskeiðs ættu nemendur að geta;

  • grunnhæfni til þess að greina margvíslega tónlist út frá hlustun, 
  • þekkingu á helstu hugmyndum og hugtökum sem hæfa greiningu út frá hlustun, 
  • geta lýst og greint lykilþætti og ferla sem heyra má í tónlist og geta útskýrt hlutverk einstakra elementa í hljóðupptöku. 

Námsmat: Verkefni
Umsjón: Þorbjörg Daphne Hall
Kennarar: Gunnar Benediktsson, Jesper Pedersen, Sóley Stefánsdóttir
Staður og stund: Skipholt, 23. janúar til 22. febrúar 2023, 10 skipti
Kennslutími: Mánudaga og miðvikudaga, kl. 10:30-12:10, 10 skipti, (ekki kennsla 3.-18. apríl)
Einingar: 2 ECTS.

 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
Forkröfur: stúdentspróf
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri. karolinas [at] lhi.is
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/?tab=nam&chapter=namskeid&id=76126120230