Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið bæði arkitektum og hönnuðum sem vilja bæta við sig þekkingu í faginu og öllu áhugafólki um hönnun og arkitektúr. Námskeiðið er á BA stigi.
 
Í námskeiðinu er fjallað um grafískan menningararf á Íslandi. Farið er yfir íslenska munsturgerð og myndlýsingar. Bókahnútar, leturgerðir eins og höfðaletur ásamt skriftargerðum úr pappírshandritum eru sýndar. Farið er yfir upphaf prentlistar á Hólum í Hjaltadal. Fjallað er sérstaklega um það tímabil frá vélvæðingu prentlistar ásamt upphafi prentmótagerðar sem gerðu myndræna framsetningu og tengingu hennar við texta mögulega. Stíltímabil eru greind og dæmi sýnd um framsetningu rómantísku stefnunnar og raunsæis, auk þess sem fjallað er um upphaf módernismans á Íslandi fram að póst-módernisma. Gerð er grein fyrir einstökum teiknurum og verk þeirra sett í samhengi við stíltímabilin.
 
Námsmat: Próf.
 
Kennari: Guðmundur Oddur Magnússon er prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur kennt lykilnámskeið á sviði grafískrar hönnunar og hönnunarsögu frá stofnun skólans. Hann tók þátt í stofnun og uppbyggingu Listaháskóla Íslands, var fyrsti fagstjóri grafískrar hönnunar og skipaður fyrsti prófessorinn við nýstofnaða hönnunar- og arkitektúrdeild skólans árið 2002.
Guðmundur Oddur  stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1976-1979 bæði við grafík- og nýlistadeild. Hann nam grafíska hönnun við Emily Carr University of Art & Design í Vancouver og útskrifaðist þaðan 1989. Goddur hefur um árabil stundað rannsóknir á íslensku myndmáli og táknmyndum í auglýsingum. Hann hefur tekið þátt í sýningarhaldi víða um heim og haldið námskeið og fyrirlestra víða á landsbyggðinni, við listaháskóla í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Rússlandi og Kína. Goddur hefur auk þess starfað sem sýningastjóri, skrifað fjölda greina um hönnun og myndlist í tímarit og blöð og unnið að þáttagerð um sjónmenntir bæði fyrir útvarp og sjónvarp.
 
Staður og stund: Þverholt 11, sal A í kjallara á þriðjudögum kl. 10:30-12:10
 
Tímabil: 9. janúar - 6. febrúar 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA gráða í arkitektúr og hönnun eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Hafdís Harðardóttir, deildarfulltrúi hönnunar- & arkitektúrdeildar: hafdis [at] lhi.is