VÁhersla námskeiðsins er á gjörningum í rauntíma, þar sem öll möguleg verkfæri verða notuð. Aðferðir eru rannsakaðar og varpað verður ljósi á samhengi gjörningalistar. Skyldleiki við aðrar aðferðir svo sem video, ljósmynd, fylgihlutir og innsetningu eru skoðuð ásamt því að hugmyndir um samband gjörningalistamannsins og áhorfandans eru rannsakaðar. Á námskeiðinu fá nemendur inní inní aðferðir gjörningaformsins og sögu þess og fá tækifæri til að gera tilraunir og þróa eigin aðferðir.
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðsins eiga nemendur að: 
  • Hafa skilning á tengslum listsköpunnar við sérhæfða fagþekkingu og/eða tæknikunnáttu
  • sem við kemur gjörningalist, 
  • hafa skilning á áhrifum mismunandi framsetingarforma á inntak verka, 
  • geta notað viðeigandi aðferðir og tækni við úrlausn eigin verka, 
  • geta tekið virkan þátt í samstarfi. 
Námsmat: verkleg verkefni, þáttaka og mæting
Fyrir hverja er námskeiðið: Háskólanema, framhaldsskólanema og aðrir sem hafa áhuga á að vinna innan fagsins.
Kennari: Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Einingar: 4 ECTS Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Ef námskeiðið er tekið til ECTS eininga, þá er þarf nemandi að hafa lokið stúdentsprófi
Staðsetning: Listaháskólinn í Laugarnesi
Kennslutímabil: 21. júlí til 13. ágúst 
Tímasetning:
Vika 1, kennt þriðjudag 21. júlí og fimmtudag 23. júlí, kl. 9:00-16:00
Vika 2, kennt miðvikudag 29. júlí og fimmtudag 30. júlí, kl. 9:00-16:00
Vika 3, kennt þriðjudag 4. ágúst og fimmtudag 6. ágúst, kl. 9:00-16:00 
Vika 4, kennt þriðjudag 11. ágúst og fimmtudagi 13. ágúst, kl 9:00-16:00

 

Forkröfur: Stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Rafræn umsókn