Sláðu inn leitarorð
Gísli Hrafn Magnússon
Fagurfræði survivalisma
„Til þess að skapa nýtt samfélag, þurfum við að skilja við samfélagið í þeirri mynd sem við þekkjum það.“ (Anna Bak)
Er þessi rómantíska en jafnframt yfirþyrmandi hugmynd um survivalisma mögulega lausnin á þrengingum heimsins? Fæst okkar væru reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem fylgja þeim lífsstílsbreytingum, sem þyrftu til þess að skapa og verða partur af heilbrigðu vistkerfi.
En þá spyr ég mig samt sem áður að því hvort leiðin, sem við lifum í dag, sé eina leiðin fyrir okkur til að lifa af sem tegund, eða standa okkur til boða aðrar leiðir eða jafnvel hugarheimar sem gera okkur kleift að lifa í meira jafnvægi við nær- og fjærumhverfi okkar?



