Fyrir hver er áfanginn: Námskeiðið er kennt á ensku.
 
Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir möguleika í notkun einfaldra kóða og aðgengilegrar rafeindatækni í listsköpun og hönnun.
 
Ekki er gerð krafa um fyrri reynslu. 
 
Stingdu þér á kaf inn í fortíð og framtíð gagnvirkrar prentunar og rannsakaðu hvernig nýta má kóða og rafeindatækni í framleiðslu bóka, tímarita og veggspjalda á komandi árum.
 
Frá vélknúnum tækifæriskortum og rafleiðandi bleki til vitvélknúinnar hönnunar (e. generative design) og lóðréttra prentara (e. vertical plotter) – taktu þátt í að rannsaka möguleika gagnvirkra miðla fyrir prentaðar frásagnir.
 
Verkefni námskeiðsins tengjast prentmiðlum en inntakið má einnig útfæra í öðru samhengi vilji nemendur gera það.
 
Námskeiðið felst fyrst og fremst í því að nemendur afli sér hagnýtrar, verklegrar reynslu af vinnu með þá miðla sem um ræðir. Auk þess samanstendur námskeiðið af fyrirlestrum, sýnikennslu, stuttmyndum, hópavinnu og einstaklingsviðtölum. 
 
Við munum endurnýta fundin raftæki ásamt því að rannsaka efnislega forritun og kóðun með notkun á Makey Makey, Scratch, Arduino og Processing.
 
Námsmat: Viðvera, verkefni.
 
Kennari: Sam Rees.
 
Staður: Þverholt 11, Reykjavík.
 
Tímabil: 29. maí- 14. júní, vor 2019.
 
Miðvikudagur 29. maí - 16.30- 19.30
Þriðjudagur 4. júní - 16.30- 19.30
Föstudagur 7. júní - 16.30- 19.30
Þriðjudagur 11. júní - 16.30- 19.30
Föstudagur 14. júní - 16.30- 19.30
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Verð: 30.500 kr.
 
Forkröfur: Góð enskukunnátta. Þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri: olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249