Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að þróa hug-, vélbúnað fyrir gagnvirka tón- eða myndlist. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
Vinnustofa þar sem þróaður er hugbúnaður og/eða vélbúnaður fyrir gagnvirka tónlist og/eða mynd, annað hvort innsetningar eða lifandi tónleika- eða dansverk. Möguleikar tækninnar eru kynntar og nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum. Námskeiðið er ekki takmarkað við tónlist og má vel hugsa sér að það eigi erindi við t.d. myndlistar- eða dansnemendur. Hug- og vélbúnaður er frjáls en algengast er að notast sé við Max/MSP, PD og/eða Arduino. 
 
Námsmat: Ástundun, þátttaka og lokaverkefni
Kennari: Jesper Pedersen.
Staður og stund: Skipholt, mánudag til föstudags kl. 9:00-13:00 
Tímabil: 13. febrúar til 17. febrúar 2023
Einingar: 2 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
Forkröfur: Nemendur þurfa að hafa grunnfærni í að vinna með skynjara og hvers kyns stjórntæki og stúdentspróf.
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, karolinas [at] lhi.is 
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...