Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir tónlistarkennara og áhugafólk um tónlist og áhrif hennar í samfélaginu. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að rannsaka hljóðmenningu og tengsl hlustunar, hávaða, þagnar og valds. Þá skoðum við samspil tónlistar og samfélags en hugmyndir um tónlist sem spegil félagslegra breytinga, og jafnvel glugga inn í mögulega framtíð, hafa fylgt vestrænni tónlistarhefð um aldir. Í námskeiðinu munum við einnig skoða hið hlustandi sjálf og hverjir möguleikar gagnrýninnar hlustunar eru til þróunar róttæks skilnings.
 
Námskeiðið er í formi leshóps þar sem lesnir verða valdir textar en jafnframt stuðst við mynd- og ítarefni, tónlist og hávaða.
 
Lögð er áhersla á virka viðveru og gagnrýna hlustun.
 
Námsmat:  Þátttaka í tímum, verkefnavinna, kynning og hlustunardagbók.
 
Kennari: Njörður Sigurjónsson.   
 
Staður: Skipholt 31.
 
02.04.2019 10:30 - 12:10
04.04.2019 10:30 - 12:10
05.04.2019 10:30 - 12:10
09.04.2019 10:30 - 12:10
11.04.2019 10:30 - 12:10
30.04.2019 10:30 - 12:10
02.05.2019 10:30 - 12:10
03.05.2019 10:30 - 12:10
07.05.2019 10:30 - 12:10
09.05.2019 10:30 - 12:10
 
 
Tímabil: 2. apríl - 9. maí, (10 skipti) 2019.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra [at] lhi.is.