Önnur rammaáætlun Gæðaráðs Íslands er hafin með sjálfsmatsúttekt í deildum skólans.

Nýja áætlunin byggir á fyrstu rammaáætluninni sem var í gildi frá 2011 – 2016. Helsti munur á fyrstu og annarri rammaáætlun er annars vegar áhersla á Evrópuviðmið um gæði í háskólastarfi (ESG 2015) og hins vegar rannsóknir, sem nú eru í fyrsta sinn sérstakur matsþáttur bæði í innra og ytra mati.

Myndlistardeild og tónlistadeild hafa nú lokið sjálfsmati öðru sinni. Skýrslurnar er birt hér til hægri. Þá má einnig nálgast fyrri sjálfsmatsskýrslur deilda og skólans í heild, auk úttektarskýrslu sérfræðinganefndar Gæðaráðs íslenskra háskóla og eftirfylgniskýrslu stofnanaúttektar undir gæðaramma 2011 - 2016.