Fyrstu hrinu gæðaúttekta á vegum Gæðaráðs íslenskra háskóla er nú lokið (Gæðarammi 2011-2016). Í úttektinni er gefin einkunn, annars vegar hvað varðar akademískt starf og hins vegar námsumhverfi. Listaháskólinn nýtur trausts Gæðaráðsins og hlýtur hæstu einkunn sem háskóli getur fengið við fyrstu úttekt samkvæmt núverandi kerfi.

Hér til hægri eru birtar sjálfsmatsskýrslur deilda og skólans í heild, auk úttektarskýrslu sérfræðinganefndar Gæðaráðs íslenskra háskóla.