Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist færni, sjálfstæði og þekkingu til þess að koma viðskiptahugmyndum sínum, nýjum vörum og eða þjónustu, áleiðis með ýmsum tólum og tækjum sem kynnt verða í námskeiðinu. Námskeiðið verður þannig lifandi og hagnýtt fyrir einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref og vilja kynna sér verkfæri markaðsfræðinnar til þess að koma viðskiptahugmyndum sínum á framfæri með markvissum hætti. 

Upplýsingar um námskeið: 
Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði markaðsfræðinnar og þýðingu markaðsstarfs við kynningu á nýjum vörum og eða þjónustu. Þá verður farið yfir mikilvægi sýnileika á stafrænum miðlum og þá möguleika sem þar gefast s.s. við heimasíðugerð, leitarvélabestun, almannatengsl, fréttabréf og markaðsetningu á samfélagsmiðlum.  

Hæfnviðmið: Í lok námskeiðsins eiga nemendur að: 

  • Hafa öðlast sjálfstæði og færni við markaðssetningu á sínum eigin viðskiptahugmyndum. 
  • Hafa öðlast skilning á mikilvægi markaðsstarfs við kynningu á nýjum vörum og eða þjónustu. 
  • Geta nýtt sér fjölbreyttar leiðir til þess að koma viðskiptahugmyndum sínum á framfæri 

Kennari: Helga Björg Kjerúlf 
Kennslutungumál: íslenska 
Kennsluáætlun: fjöldi kennslustunda: 4x4klst. 16 kennslustundir 
Kennslutímabil: 20. júlí til 29. júlí 
Kennsludagar: Þriðjudagar og fimmtudagar, fjögur skipti 
Kennslutími: 9:00-13:00 
Kennslustaður: Þverholt 11 - Fyrirlestrarsalur A
Kennslufyrirkomulag: Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum kennara 
Námsmat/forsendur: Þátttökueinkunn (25%), verkefni (25%), lokaverkefni (50%). 
Fjöldi eininga: 2 ECTS 
Forkröfur: stúdentspróf 

 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara. 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

Umsóknareyðublað

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is